Sunnudagur 5. janúar, 2025
-8.2 C
Reykjavik

Listamennirnir sem við heimsóttum á árinu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hús og híbýli heimsótti vinnustofur margra hæfileikaríkra listamanna á árinu sem er að líða. Það er gaman að rifja upp nokkrar af þessum heimssóknum en þetta er aðeins lítið brot.

 

Sigurður Atli Sigurðsson er myndlistarmaður vinnur mikið í grafík, sérstaklega með silkiþrykk, en þá oft í bland við málverk, teikningar eða ljósmyndun. Ég held að það að fá innblástur sé mjög langt ferli, að minnsta kosti hjá mér. Þetta hefst kannski með einhverju sem ég les í skáldsögu eða blaðagrein, eða úr samtali, eða mögulega bara með tilfinningu við það að hlusta á tónlist, skoða myndlist eða í göngutúr.“  Mynd / Unnur Magna
Júlíanna Ósk Hafberg er ung og efnileg listakona sem er er búsett í Árósum í Danmörku og hefur komið sér upp fallegu stúdíói þar í bæ. „Mitt undirliggjandi þema í gegnum allt sem ég geri eru tilfinningar og berskjöldun (e. vulnerability). Viðfangsefni mín eru oft þyngri; eins og pælingar um lífið og dauðann, tilgang og allskonar hluti sem eru álitnir „taboo“ eins og andleg heilsa, nekt o.þ.h.“ Mynd / Hrefna Björg Gylfadóttir
Við kíktum á vinnustofu Úlfs Karlssonar listamanns sem leigir rými á Hólmaslóð þar sem hann ver löngum stundum með penslana á lofti.  Verkin hans Úlfs vísa oft í kvikmyndir og það sem er að gerast í heiminum og sjá má margar heimsþekktar persónur í verkum hans; boxara, stjórnmálamenn, leikara o.fl. Mynd / Aldís Pálsdóttir,
Húðflúrarinn og teiknarinn Auður Ýr Elísabetardóttir notast mikið við blóm, pastelliti og einfaldar línur í verkum sínum, en hún lærði myndskreytingu í Academy of Art University. Mynd / Hákon Davíð
Lista- og tónlistarmaðurinn Örn Tönsberg hefur lengi verið leiðandi í veggjalist á Íslandi og líta má mörg verka hans í miðborg Reykjavíkur. Örn byrjaði snemma að fikra sig áfram í listinni en hann hefur aðallega verið að vinna með veggmyndir og prentverk fyrir fólk og fyrirtæki og inn á milli hefðbundin málverk. Mynd / Hallur Karlsson
„Endurnýting skiptir mig máli og vinn upp hluti oftast við gerð verkanna. Þegar ég geri málverk þá mála ég oft yfir önnur málverk/prent á striga sem ég finn hér og þar eða nýti mér það sem er í kringum mig,“ sagði listakonan Harpa Rún í sumar. Mynd / Hákon Davíð
Anna Inga Arnórsdóttir er ung listakona sem brennur fyrir baráttumálum nútímasamfélags. „Það er ekkert eitt sem einkennir mig sérstaklega sem listamann, ég vinn út frá því hvernig mér líður á hverri stundu og hvað mér finnst fallegt.“ Mynd / Hákon Davíð

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -