Fimmtudagur 23. janúar, 2025
-0.9 C
Reykjavik

Litrík og skemmtileg heimili í nýja blaðinu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þau eru ansi litrík og skemmtileg heimilin sem við hjá Húsum og híbýlum heimsóttum fyrir nýja blaðið okkar sem er komið í verslanir. Stofur og borðstofur eru í aðalhlutverki í þessu blaði ásamt innlitum inn á íslensk heimili þar sem persónulegur stíll ræður ríkjum.

Það er falleg íbúð þeirra Hebu Fjalarsdóttur og Birgis Haraldssonar sem prýðir forsíðuna að þessu sinni. Hlutir heimilisins eru valdir af kostgæfni þar sem klassísk hönnun er í aðalhlutverki. Heba segir klassíska, skandinavíska og japanska hönnum í hvað mestu uppáhaldi.

Allir hlutir og húsgögn íbúðarinnar eiga sinn stað en henni þykir mikilvægt að ofhlaða ekki. „Ég er með væga fóbíu fyrir því að hafa drasl og mér finnst mjög róandi að hafa aðeins vel valda hluti. Mér finnst list og smáhlutir síðan vera það sem gerir heimilið persónulegt.“

Húsið sem Heba og Birgir búa í var byggt árið 2019. Mynd/ Heiða Helgadóttir

Við kíkjum svo til Akureyrar og skoðum glæsilegt fimm herbergja hús í gamla innbæ Akureyrar. Þar býr Maja Eir Kristinsdóttir með eiginmanni sínum og fjórum sonum þeirra. Húsið er á besta stað í bænum með stórfenglegt útsýni yfir fjörðinn. Þegar Maja er spurð út í þann stíl sem hún aðhyllist segist hún vera „gömul í sér“ og laðast að antíkmunum og því sem er gamalt eða gamaldags.

Heima hjá Maju og fjölskyldu, húsið er 230 fermetrar með bílskúrnum. Mynd/ Hákon Davíð

Við skoðum einnig skemmtilegt heimili Júlíu Grönvaldt. Íbúðin er 58 fermetrar að stærð, staðsett í nýlegu hverfi í Lágaleitinu. Íbúðin er lifandi og stíllinn frjálslegur og segist hún fyrst og fremst sækja í hluti og húsgögn sem hafa karakter og sögu að segja.

Heima hjá Júlíu. Mynd/ Ragnhildur Aðalsteinsdóttir

Við heimsækjum svo vöruhönnuðinn Birtu Rós Brynjólfsdóttur en heimili hennar er algjör ævintýraheimur. Birta er mikill safnari og áhugaverðir hlutir sem flestir koma af nytjamörkuðum prýða hvern krók og kima heima hjá henni.

- Auglýsing -
Það er gaman að litast um heima hjá Birtu. Mynd/ Hallur Karlsson

Birta giskar á að aðeins um 5% af þeim hlutum sem hún á hafi hún keypt nýja úti í búð, allt annað fékk hún gefins eða keypti notað á nytjamörkuðum. „Það er klárlega umhverfisvænna að kaupa notaða hluti, líka hagstæðara.“

Stofur og borðstofur í fókus

Stofur og borðstofur eru í aðalhlutverki í nýja blaðinu og við gefum lesendum góð ráð um hvernig megi fá sem mest út úr fermetrunum og skapa sér notalegt afdrep í stofunni.

- Auglýsing -

Við fáum svo góð ráð frá sérfræðingum, meðal annars innanhússhönnuðinum Höllu Báru Gestsdóttur en hún er mikill snillingur í að framkalla notalega stemningu. Innanhússarkitektinn Katrín Ísfeld fræðir okkur einnig um þær stefnur og strauma sem hafa verið áberandi undanfarin misseri.

Við kíkjum svo á þær Guðnýju Hafsteinsdóttur og Höllu Ásgeirsdóttur á vinnustofu þeirra Snú Snú en þær eru báðar meðlimir í Leirlistafélagi Íslands, félagið fagnar 40 ára afmæli um þessar mundir.

Elsa og Björn hjá Krot og Krass. Mynd/ Hákon Davíð

Svo kynnumst við listatvíeykinu hjá Krot og Krass, þeim Birni Loka og Elsu Jónsdóttur. Þau hafa verið að ryðja sér braut á sjónarsviðinu undanfarin ár með einstökum verkum sem þau miðla ýmist með vegglist, málverkum eða skúlptúrgerð bæði hérlendis og erlendis. Að þeirra sögn vinna þau á mörkum myndlistar og hönnunar.

Þetta og miklu meira í nýjasta Hús og híbýli.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Íslenskt fagtímarit um heimili og hönnun

Tryggðu þér árs áskrift og fáðu 13 tölublöð á 1.538 kr. stykkið eða kauptu stakt blað á 2.430 kr.

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -