Fallegt loftljós getur gert mikið fyrir heimilið. Hér koma nokkur ljós sem setja punktinn yfir i-ið.
Crown-ljósið frá NEMO kemur í nokkrum stærðum og litum. Módern (sérpöntun), verð frá 194.900 kr.Þetta smarta ljós er með fjórum ljósaperum og ætti því að gefa góða birtu. ILVA, 24.990 kr.Multi light heitir þetta fallega ljós frá Gubi sem kemur í nokkrum litum. Epal, 77. 000 kr.Þetta flotta ljós heitir Cut surface og kemur úr smiðju Tom Dixon. Lumex, 79.000 kr.Grátt og formfagurt. Dimm, 30.990 kr.Fjórtán kerta ljósakróna frá Dialma Brown. Húsgagnahöllin, 129.900 kr.Svart og stílhreint loftljós. ILVA, 17.995 kr.Wiro Diamon heitir þetta víraða ljós. Lumex, 107.000 kr.Frisbi-ljósið frá Flos er að komast í tísku aftur. Casa, 62.900 kr.Þessi hvítu ljós frá Norm Copenhagen fara vel með þessum vínrauðu veggjum. Epal, 19.500 kr.Kremað loftljós sem skapar skugga með forminu. Epal, 94.900 kr. (fæst líka í svörtu).