Sunnudagur 15. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Ljósin tendruð á stærsta jólatré Íslands

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á fyrsta sunnudegi í aðventu, þann 1. desember nk., verða ljósin tendruð á stærsta jólatré Íslands við hátíðalega athöfn í Hafnarfirði. Tréð hefur vart farið framhjá nokkrum manni sem leið hefur átt hjá en tréð er um 24 metrar á hæð og einstaklega glæsilegt, staðsett á bak við Gúttó við Suðurgötu.

 

Tréð er um 100 ára gamalt og eitt elsta grenitré Hafnarfjarðar og var algerlega falið eftir að Trésmíðaverkstæðið og timburverslunin Dvergur reis á horni Suðurgötu og Lækjargötu árið 1965. Árið 2017 var Dvergur hins vegar rifinn og blasti þá þetta fallega tré við. Þegar hjónin við Suðurgötu 9, þau Anthony og Ýr, keyptu húsið var Anthony staðráðinn í því að einn daginn myndi hann skreyta tréð og þannig veita því uppreist æru eftir að hafa verið falið í allan þennan tíma. Hjónin hlutu menningarstyrk frá Hafnarfjarðarbæ til verksins og hefur nú stærsta jólatré á Íslandi litið dagsins ljós.

 

Tréð er um 24 m á hæð og skartar 500 ljósaperum. Mynd/Anthony Bacigalupo

 

Með þessu framtaki vildu hjónin leggja sitt af mörkum til þess að fegra umhverfi sitt og leyfa öðrum bæjarbúum að njóta þess og hefur það svo sannarlega tekist. Skreyting trésins tók um fimm daga og skartar það fimmhundruð stórum ljósaperum sem munu koma til með að lýsa upp skammdegið og verma hjörtu vegfarenda. Hægt er að fylgjast með ferlinu í „higlights“ á instagramreikningi Reykjavik Trading Co.

 

- Auglýsing -

 

Ljósin verða tendruð við hátíðlega athöfn á sunnudaginn líkt og áður sagði og að gefnu tilefni bjóða Anthony og Ýr, sem reka The Shed við Suðurgötu 9, öllum að koma og gleðjast saman og hefst athöfnin kl. 16:30. Sigurður Guðmundsson sem hefur sungið inn jólin hjá flestum Íslendingum undanfarin ár mun syngja nokkur lög við athöfnina og hita upp fyrir stóru stundina. Eftir að ljósin hafa verið tendruð verður boðið upp á heitt jólaglögg, kaffi og kakó ásamt einhverju sætu til að narta í.

- Auglýsing -

 

 

Skúrinn (The Shed) verður einnig opinn til k. 19 í tilefni dagsins og mun einn heppinn gestur fá handgerðan þýskan jólatréstopp með sér heim. Við hvetjum því alla til þess að leggja leið sína í Hafnarfjörð og upplifa sanna jólastemningu.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -