- Auglýsing -
PH5-ljós Louis Poulsen sem fyrst kom fram á sjónarsviðið árið 1958 og flestir þekkja er nú fáanlegt í þremur nýjum litum.
Ljósið sjálft er 50 cm í þvermál og af því dregur það nafn sitt. Einnig er það fáanlegt í smækkaðri útgáfu (PH5 Mini) þar sem þvermálið er 30 cm.
Nýju litirnir þrír eru hvítur, blár og svartur en allir eiga þeir það sameiginlegt að hafa matta áferð. Ljósið beinir birtunni að mestu leyti niður á við og hentar það sérlega vel sem birtugjafi yfir matarborðið, eyjuna í eldhúsinu eða sem vinnulýsing yfir skrifborð svo eitthvað sé nefnt. Ljósin fást í Epal.