Laugardagur 18. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Málverk með fallega sögu í miklu uppáhaldi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á fallegu heimili í Bryggjuhverfinu í Reykjavík býr Karólína Porter innanhússarkitekt. Í nýjasta Hús og híbýli kíkjum við í heimsókn til Karólínu.

Hún segir lesendum söguna um af hverju hún seldi öll málverkin sín sem hún hafði safnað frá því hún var ung. Öll málverkin voru seld, líka uppáhaldsverkið hennar sem hún keypti af Tolla aðeins 23 ára gömul eftir að hafa safnað fyrir því lengi. Það málverk hafði flutt með fjölskyldunni til Englands og Skotlands og loks aftur heim til Íslands.

„Strákunum hefur samt alltaf liðið illa yfir þessu sem ég vissi ekki, þeir héldu að ég saknaði svo myndanna minna en fyrir mér var þetta bara ákvörðun sem ég tók,“ segir Karólína.

Innlit til Karólínu Porter innanhússarkitekt er að finna í 4. tölublaði Húsa og híbýla.

„Fyrir síðustu jól fóru strákarnir mínir svo til Tolla. Þeir ætluðu að kaupa eftirprentun af verki eftir hann til þess að gefa mér í jólagjöf. Svo spjölluðu þeir við Tolla og sögðu honum að mamma þeirra hafi einu sinni átt verk eftir hann sem hún hafi keypt þegar hún var ung. Tolli spurði þá af hverju ég ætti það ekki lengur og þeir sögðu honum söguna. Þegar þeir höfðu verið lengi hjá honum að reyna að velja eftirprentun spurði Tolli þá hvort þeir vildu ekki gefa mömmu almennilega mynd. Jú, svöruðu þeir en sögðust ekki hafa efni á því og þyrftu aðeins að bíða með það. Þá sagði hann þeim að hann hafi ekki meint að þeir þyrftu að borga fyrir myndina. Hann benti þeim svo á nokkrar myndir sem hann leyfði þeim að velja úr fyrir mömmu og þeir völdu þessa sem er í stofunni hjá mér í dag, “ segir Karólína og bendir á litríkt og fallegt landslagsverk.

„Mér fannst þetta svo fallegt af Tolla, að kenna þessum ungu mönnum að gera eitthvað svona fallegt því það á eftir að fylgja þeim út í lífið og ég er viss um að það verði til þess að þeir geri eitthvað svipað fyrir aðra.“

Lestu viðtali við Karólínu í heild sinni í nýjasta Hús og híbýli.

- Auglýsing -

Kaupa blað í vefverslun

Myndir / Hákon Davíð Björnsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -