Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.4 C
Reykjavik

Hönnuðir hanna jólakúlur – Marglaga jól

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á síðustu árum, rétt fyrir jól, höfum við fengið hönnuði til að skapa eitthvað jólatengt fyrir okkur. Árið 2018 fengum hóp skapandi fólks til að hanna einhvers konar „jólakúlu“ eða skraut á tré, ramminn var nokkuð opinn og var hönnuðum frjálst að túlka verkefnið á sinn hátt. Sá fyrsti til að sýna okkur sína hönnun var grafíski hönnuðurinn Emil Ásgrímsson, en ekki missa af fleiri jólakúlum sem munu birtast á vefnum á næstunni.

 

 

Emil Ásgrímsson er grafískur hönnuður. Mynd/Hallur Karlsson

 

Hver er hugmyndin að baki hönnuninni?
Hugmyndina má rekja til áhuga míns á „miniature“-landslagi. Ég hef unnið mikið með slíkt í myndbandsverkum og prenti. Í prentverkum vinn ég mikið með náttúru í klippiverkum (collage) og í myndböndum með alvörugrjót, mosa og þannig náttúruleg efni.

Hvaða leiðir voru farnar hvað varðar efnisval og formfræði?
Fyrir kúluna sjálfa valdi ég masónít sem er venjulega notað sem byggingarefni. Hér hentaði það einkar vel vegna þykktar og áferðar. Ég teiknaði 26 skífur sem ég skar út með leiserskurði, límdi svo saman og myndaði þannig fullkomna kúlu. Þarna næ ég að búa til skemmtilega stemningu og jafnframt áhugavert form.

Hvað kemur þér í jólaskap?
Jólaskapið dettur alltaf inn á aðfangadag þegar húsið fyllist af matarlykt. Klukkan sex fullkomnast stemningin með hæfilegri blöndu af háværri fjölskyldu og kirkjuklukkum í útvarpinu.

- Auglýsing -

Hvað er ómissandi yfir hátíðirnar?
Jólaskraut frá emilasgrimsson.com og prentverk frá HAF STORE á Geirsgötu.

 

Jólakúlan er gerð úr masóníti og er nokkusr konar miniature-landslag. Mynd/Hallur Karlsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -