Miðvikudagur 25. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Með þeim fremstu á sínu sviði

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Barber & Osgeryby reka eitt fremsta og virtasta iðnhönnunarstúdíó í Bretlandi.

Stílhreini TAB-lampinn fyrir Flos.

Edward Barber og Jay Osgerby eru báðir fæddir árið 1969 og stunduðu saman meistaranám í arkitektúr í The Royal College of Art í London. Þaðan útskrifuðust þeir árið 1996 og stofnuðu í kjölfarið hönnunarstofuna Barber & Osgerby en árið 2001 stofnuðu þeir einnig Universal Design Studio sem einblínir á arkitektúr- og innanhússhönnun. Í dag reka þeir eitt fremsta og virtasta iðnhönnunarstúdíó í Bretlandi.

Vítt svið verkefna

Fyrst um sinn fikruðu þeir félagar sig töluvert áfram með flöt byggingarefni, eins og plexígler og krossvið og á þessum árum hönnuðu þeir fjölda húsgagna, þar á meðal var Shell Table sem tilnefnt var til Compasso d‘Oro-verðlaunanna.

Á Salone del Mobile í Mílanó árið 2011 kynntu hönnuðirnir til leiks stólinn Tip Ton, sem unninn var í samstarfi við húsgagnaframleiðandann Vitra. Mikil rannsóknarvinna bjó að baki hönnun stólsins og með því að grandskoða skólahúsgögn komust þeir að því að dínamísk hreyfing meðan setið er getur aukið einbeitinguna. Stuttu eftir frumsýningu stólsins fengu hönnuðurnir það verkefni upp í hendurnar að hanna ólympíukyndilinn fyrir London Olympics 2012 og hlutu hönnunarverðlaun ársins 2012 hjá London Design Museum fyrir hann.

Árið 2013 hélt neðanjarðarlestarkerfi London upp á 150 ára afmæli sitt og hlutu þeir Edward og Jay þann heiður að vera ráðnir í að hanna £2 mynt fyrir tilefnið, en myntin var aðeins framleidd í takmörkuðu upplagi.

Edward og Jay hönnuðu þessa mynt í tilefni 150 ára afmælis neðanjarðarlestarkerfisins í London.

In the making

- Auglýsing -

Edward Barber og Jay Osgerby stýrðu áhugaverðri sýningu árið 2014 í The Design Museum sem bar nafnið „In the Making“. Umfjöllunarefnið var hið dulda líf hversdagslegra hluta eins og ljósaperu, glerkúlu, blýanta, smámyntar, skófatnaðar, hatta og krikketkylfa. Yfir tuttugu hlutir voru fangaðir á ólíkum stöðum í framleiðsluferlinu og var áherslan á fegurðina í því ókláraða. Oftar en ekki er ókláraði hluturinn áhugaverðari og fallegri en hin fullbúna vara. Sýningin vakti mikla lukku og mun hún verða sett upp að nýju á safninu nú í vor.

Kollar fyrir Knoll.

Listrænar skissur

Teikningar og skissur hönnunardúósins hafa vakið mikla athygli, enda eru þær með eindæmum fallegar. Árið 2015 gáfu hönnuðirnir út bókina „One by One“, sem geymir valin verkefni áranna á undan. Hvert verkefni er kynnt með stakri mynd eða teikningu en að sögn hönnuðanna hefðu flest verkefnin auðveldlega getað spannað heilan kafla eða ritgerð! Titill bókarinnar „One by One“ vísar í hönnuðina sem einstaklinga: tveir hönnuðir sem vinna með ólíka nálgun og hugmyndir sem sameinast þó ávallt í verkefnum sínum.

- Auglýsing -

Barber og Osgerby hafa tekið að sér verkefni fyrir fjölmörg þekkt fyrirtæki, en þar má meðal annars nefna Flos, Magis, Established & Sons, Vitra, Axor, Sony, B&B Italia, Venini, Cappellini og Swarovsky. Tvíeykið sem er hvergi nærri því að setjast í helgan stein hefur hlotið tugi verðlauna fyrir hönnun sína og verður spennandi að sjá hvað þetta fjölhæfa hönnunardúó tekur sér næst fyrir hendur.

Tvíeykið hannaði grafískar flísar fyrir Mutina.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -