Nappula-vörulínan frá Iittala sameinar eldri og nútímalegri form. Mjúkar línur og einföld form einkenna línuna þar sem kertastjakar hafa verið í aðalhlutverki. Nú hafa bæst við Nappula-blómapottar í tveimur stærðum.

Einföld hönnun sem undirstrikar fegurð plantnanna. Fallegir pottar sem geta vel staðið einir og sér eða með öðrum pottum. Pottarnir eru úr leir, fáanlegir í þremur litum; hvítum, dökkgrænum og drapplitu.
Iittala kynnir einnig nýja hagnýta vöru á markað; vökvunarflöskur. Þær eru gagnleg leið til þess að vökva plöntur þegar fólk er að heiman í lengri tíma. Flaskan er fyllt með hreinu vatni og henni ýtt varlega ofan í moldina í uppréttri stöðu.

Vatnshylkið sér til þess að plantan sé vökvuð með jöfnu millibili í u.þ.b. viku. Ein vökvunarflaska dugar fyrir litla heimilisplöntur meðan stærri plöntur gætu þurft tvær flöskur. Koma tvær í pakka, í tveimur mismunandi stærðum.