- Auglýsing -
Í dag, 1. ágúst, var glæsileg nýbygging Hótel Geysis í Haukadal tekin í notkun. Framkvæmdir hafa tekið um sex ár.
Nýja hótelið er hið glæsilegasta en Leifur Welding sá um innanhússhönnunina. Alls eru 77 herbergi á hótelinu og sex svítur. Í herbergjunum er að finna kaffivélar frá Sjöstrand og snyrtivörur frá Sóley Organics.
Áhersla var lögð á að að hótelið væri í takti við náttúruna sem umlykur það. Stórir gluggar einkenna bygginguna þannig að falleg útsýni blasir alltaf við hótelgestum.
