Föstudagur 27. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Ófrenja fær „makeover“ – útkoman lofuð í hástert

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Við höfum fengið jákvæð viðbrögð og mikið lof, sem hefur komið skemmtileg á óvart, því þegar maður er búin að vera innilokaður á vinnustofunni í sínu horni að vinna að einhverju verkefni í lengri tíma veit maður ekkert endilega hvernig viðbrögðin koma til með að verða. Þess vegna er bara ótrúlega gaman að fólk skuli fíla útkomuna,“ segja vöruhönnuðirnir Birta Rós Brynjólfsdóttir og Hrefna Sigurðardóttur.

Mynd / Sunna Ben

Jólakettir úr notuðum barnafötum frá Rauða krossinum á Íslandi prýða þessa dagana glugga Rammagerðarinnar á Skólavörðustíg 12 og hafa vakið athygli, en Rammagerðin fékk Birtu og Hrefnu til liðs við sig til að hanna jólaköttinn.

Þær segjast strax hafa orðið spenntar fyrir verkefninu þegar Rammagerðin kom að máli við þær og slegið til, en það hafi hins vegar verið viss áskorun að taka verkefnið að sér. „Það er auðvitað alltaf svolítið stressandi að taka sér eitthvað nýtt fyrir hendur,“ segir Birta og Hrefna tekur undir með henni.

„Það er líka svolítið vinna að hanna vöru sem fellur að þeirra hugmyndafræði sem við höfum tileinkað okkur sem hönnuðir,“ nefnir hún, „vegna þess að við höfum sett okkur ákveðnar skorður í okkar hönnun. Við hönnum ekki úr hverju sem er heldur endurnýtum mikið notaða hluti og sækjum efnisvið í nærumhverfið, með umhverfisvænar vinnsluaðferðir að leiðarljósi. Þetta var því svolíti vinna en mjög skemmtilegt.“

Mynd / Sunna Ben

Birta og Hrefna reka saman hönnunarstofuna Fléttu, en meðal fyrri verka Fléttu eru loftljós, borð, lampar og hillur úr gömlum verðlaunagripum og gólfmottur úr notuðum gallabuxum. „Þegar Rammagerðin nálgaðist okkur með það verkefni að búa til jólakött fengum við frjálsar hendur með hvernig við nálguðust það og ákváðum því að hafa það í anda þess sem við höfum áður gert.

Við fórum í smá heimildavinnu og lásum okkur til um jólaköttinn, sem er kannski einna helst þekktur fyrir að éta börn sem ekki fá flíkur fyrir jólin, og okkur fannst skemmtilegt að leika okkur aðeins með þá pælingu. Þannig kviknaði þessi hugmynd, að búa til jólakött sem væri gerður úr notuðum barnafötum,“ útskýrir Birta og brosir.

- Auglýsing -
Mynd / Sunna Ben

Hrefna bætir við að þeim hafi síðan fundist liggja beinast við að nálgast fötin í fatasöfnun Rauða krossins þar sem þær þekki ferlana þar. „Við höfum nefnilega átt í samstarfi við fatasöfnunina og með góðum árangri.“

Kettirnir eru framleiddir í takmörkuðu upplagi og verða eingöngu fáanlegir í verslun Rammagerðarinnar fyrir þessi jól. Ástæðuna segja Birta og Hrefna einfalda. „Við náttúrulega framleiðum allt sjálfar,“ segir Birta. „Það er því svolítið tímafrekt að framleiða hvern kött. Maður hristir þetta ekkert fram úr erminni.“

Mynd / Sunna Ben

„Einmitt, það er mikil handavinna á bakvið þetta, rétt eins og með allar vörurnar sem við búum til á vinnustofunin okkar,“ segir Hrefna. „Þannig að við gætum aldrei framleitt jólakettina í miklu magni.“

- Auglýsing -

Þess má geta að til stendur að gera framleiðslu jólakattarins að árlegum viðburði. Á hverju ári verða svo nýir hönnuðir valdir til að túlka þessa frægu ófrenju.

Mynd / Sunna Ben

Myndir / Sunna Ben

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -