Svokölluð opin hönnun verður sífellt meira áberandi.
Síðustu misseri hefur svokölluð „open source“ eða opin hönnun orðið meira áberandi, en með aukinni notkun CNC-fræsara og leiserskera opnast nýjir möguleikar í húsgagnaframleiðslu. Afleiðing þessara tækniframfara er ákveðin hönnunarhreyfing þar sem tekningum af húgögnum og innanstokksmunum er deilt á heimsvísu en framleiðslan fer fram staðbundið.
Þegar talað er um opna hönnun er ekki um að ræða eiginleg húsgögn, heldur halar viðskiptavinurinn niður skjali með teikningum sem tilgreinir hvernig á að útbúa tiltekið húsgagn. Næst setur hann sig í samband við fyrirtæki á því svæði sem hann er búsettur og tiltekið fyrirtæki gefur honum tilboð í vinnu við smíðina. Einnig býðst kúnnanum sá kostur að smíða gripinn sjálfur frá byrjun til enda, allt eftir höfði og getu hvers og eins. Með þessu móti getur viðskiptavinurinn stjórnað lokaútkomunni, en sjálfur velur hann efni og liti og getur þannig sniðið húsgagnið algjörlega að sínum þörfum og persónulegum stíl.
Fyrirtæki sem sérhæfa sig innan sviðs opinnan hönnunar
Opendesk er fyrirtæki sem hefur einblínt á skrifstofu- og skipulagshúsgögn, þau eru með fjölda teikninga að velja úr og geta sniðið húsgögnin að þörfum viðskiptavinarins ásamt því að setja hann í samband við fyrirtæki á hans svæði sem taka að sér smíðina. Þetta er án efa stærsta fyrirtækið í þessum bransa, en húsgögn frá Opendesk má sjá í höfuðstöðvum Google, Greenpeace og á skrifstofu London Design Fair.
Floyd er fyrirtæki frá Detroid í Bandaríkjunum sem sérhæfir sig í framleiðslu húsgagnaparta úr pólýhúðuðu stáli; hilluberar, borðfætur, rúmbotn og höfðagafl. Viðskiptavinurinn pantar sem dæmi borðfætur og sér síðan sjálfur um að útvega og ákveða stærð, efni og áferð borðplötunnar.
DXF Plans er heimasíða sem er einskonar gagnagrunnur með afar fjölbreyttum teikningum frá fólki víðsvegar úr heiminum, þar má finna allt frá húsgöngum yfir í hljóðfæri, skúlptúra og skartgripi.
Með því að fara þessa leið í húsgagnasmíði má spara þann kostnað og orku sem fer í að flytja húsgögn á milli land sem og að styðja við innlendan iðnað og framleiðslu. Betra fyrir umhverfið – og budduna.
Myndir:
Myndir / Frá framleiðanda