Mánudagur 23. desember, 2024
4.8 C
Reykjavik

Opnuðu búð til að losna við lagerinn á heimilinu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eigendur fimm vefverslana hafa tekið höndum saman og opnað sameiginlega verslun í Reykjavík.

„Þarna verða samankomnar á einum stað nokkrar verslanir, sem selja ólíka vöru en eiga sameiginlegt að hafa vistvæn sjónarmið að leiðarljósi,“ segir verslunareigandinn og vöruhönnuðurinn Elín Bríta um Sambúðina, sem opnar í Síðumúla 11 í dag.

Búðin er samvinnuverkefni fimm vefverslana, Ethic.is, Mena.is, Modibodi.is, Hrisla.is og svo Lauuf.com, sem Elín Bríta á og rekur. Spurð hvað hafi komið til að þessir aðilar tóku sig saman og ákváðu að opna sameiginlega verslun segir Elín Bríta að eigendurnir hafa viljað bjóða viðskiptavinum vettvang til að skoða og handleika vöruna. Eins og gefi að skilja sé það erfiðara þegar vefverslanir eigi í hlut.

„Við höfðum tekið þátt í nokkrum mörkuðum þar sem vefverslunum gafst kostur á að kynna og koma vörum sínum á framfæri og við urðum nokkur sammála um að okkur langaði að opna saman búð þar sem viðskiptavinirnir okkar gætu fengið að sjá og skoða vöruna áður en þeir keyptu hana. Svo fannst okkar þetta líka vera kjörin leið til að losna við vörulagerana af heimilinum okkar,“ segir hún og hlær.

„Hugmyndin er að bjóða upp á eitthvað fyrir alla, að þarna getir þú fengið gjafavöru, heimilisvöru og ýmsa nauðsynjavöru.“

Í framhaldinu opnuðu Elín Bríta og eigendur þriggja annarra verslana, þ.e. Hrisla.is, Mena.is og Modibodi.is, Sambúðina í Sundaborg í nóvember á síðasta. Versluninni var samstundis vel tekið en nú hefur hún sem sagt fært sig um set og ein búð bæst í hópinn að auki, fyrrnefnd Ethic.is. Elín Bríta segist hæstánægð með að vera komin á nýjan stað. „Sundaborg var alveg fín,“ tekur hún fram, „en við vorum samt sem áður í hálfgerðu iðnaðarhverfi. Síðumúlinn hentar bara miklu betur enda rótgróið verslunarhverfi.“

Sambúðin er samvinnuverkefni fimm vefverslana, Ethic.is, Mena.is, Modibodi.is, Hrisla.is og svo Lauuf.com

Þótt um fimm verslanir sé að ræða segir Elín Bríta að Sambúðin sé rekin sem ein heildstæð verslun. „Þetta er sem sagt ekki rekið sem fimm aðskildar búðir, heldur sem ein verslun. Með öðrum orðum erum við ekkert að hólfa vörurnar niður eftir verslunum. Þú bara mætir á svæðið, gerir innkaupin og borgar fyrir allt í einu lagi.“

- Auglýsing -

Hún segir að kosturinn við þetta fyrirkomulag sé líka sá að eigendurnir þurfi ekki að standa vaktina alla daga. „Nei, maður stendur vaktina kannski bara einu sinni í viku sem gefur manni færi á að sinna öðrum störfum samhliða verslunarrekstrinum og notar svo tímann til að finna fleiri nýjar og spennandi vörur í búðina.“

Þótt um fimm verslanir sé að ræða segir Elín Bríta að Sambúðin sé rekin sem ein heildstæð verslun.

Og hvað er svo á boðstólum? „Allt mögulegt. Kven- og barnafatnaður, skór á fullorðna og börn, leikföng, skrautmunir fyrir heimilið, sápur, tíðarbikarar, bara nefndu það! Hugmyndin er að bjóða upp á eitthvað fyrir alla, að þarna getir þú fengið gjafavöru, heimilisvöru og ýmsa nauðsynjavöru. Sjálf legg ég mest upp úr bandarískum hönnunarvörum þar sem flestar verslanir á Íslandi virðast einblína á skandinavískar og evrópskar vörur og vörurnar sem ég býð upp á eru þar að auki frá smærri framleiðendum. Ég sel ekki fjöldaframleidda vöru. Við eigum það sameiginlegt sem rekum búðina að selja umhverfisvænar vörur frá smærri framleiðendum.“

Sambúðin er opin alla virka daga frá 11-18 og líka á laugardögum frá klukkan 12-15. Elín Bríta hvetur áhugasama til að kíkja í heimsókn í verslunina og kynna sér vöruúrvalið. Eins sé hægt að kynna sér vörurnar á sambudin.is.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -