Nýjasta viðbótin við safn Kay Bojesen er sæt og pattaraleg panda. Henni fylgja mikilvæg skilaboð.
Kay Bojesen er eflaust þekktastur fyrir apann sem hannaður var árið 1951. Enn bætist í safn Kay Bojesen en nýjasta viðbótin er sæt panda, pöndunni fylgja mikilvæg skilaboð.
Pandan varð til í samstarfi við WWF (World Wildlife Fund) sem er Alþjóðlegi náttúruverndarsjóðurinn sem vinnur að rannsóknum, verndun og viðreisn umhverfis um allan heim.
Dásamlegt samstarf Kay Bojesen sem hefur í áratugi hannað einfaldar og skemmtilegar tréfígúrur sem prýða ófá heimili í dag.
Þegar þú kaupir pöndu hjálpar þú til við að styðja dýrmætan stofn dýra um allan heim. Bo Øksnebjerg sem starfar fyrir samtökin segist vonast til þess að pandan muni standa á heimilum fólks og minna það á að það sé eitthvað þarna úti sem sé þess virði að berjast fyrir.
Falleg skilaboð komin frá fallegri hönnun.
