Fimmtudagur 16. janúar, 2025
4.8 C
Reykjavik

Quasi-ljós Ólafs Elíassonar komið í forsölu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Illums Bolighus í Danmörku hefur nú opnað fyrir forpantanir á Quasi-ljósi Ólafs Elíassonar en ljósið hannaði Ólafur í samstarfi við Louis Poulsen.

 

Loftljósið hannaði Ólafur sem skúlptúr og birtugjafa í senn en er það gert úr áli sem er 90% endurunnið. Frá upphafi hönnunarferlisins var markmiðið að við framleiðslu ljóssins myndi ekki falla til neinn úrgangur og því varð álið fyrir valinu. Ljósið er einnig hannað þannig að auðvelt er að taka það í sundur og endurnýta efnið úr því í aðra nytjahluti síðar meir sé viljinn fyrir hendi.

Ljósið er að mestu úr endurunnu áli.

Quasi kemur aðeins í einni stærð, sem er 90 sentímetrar að þvermáli, en möguleiki er á að það verði framleitt í minni stærðum þegar fram líða stundir samkvæmt forsvarsmönnum fyrirtækisins.

 

Ljósið fer í almenna sölu þann 1. september næst komandi og kostar stykkið 85.000 danskar krónur eða um 1.570.000 íslenskra króna á gengi dagsins í dag.

Epal, söluaðili Louis Poulsen á Íslandi, mun einnig hefja sölu á Quasi-ljósinu í haust.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -