- Auglýsing -
Afmælisútgáfan af The KAISER idell™-lampanum er úr möttu efni og brassi sem á að endurspegla andstæður hins hlýja og kalda.
Lampinn var fyrst hannaður hjá fyrirtækinu árið 1931 og er í dag viðurkenndur um allan heim sem táknmynd Bauhaus-hönnunar sem falleg, tímalaus gæðahönnun.
Í tilefni af 100 ára afmæli Bauhaus-hreyfingarinnar hefur Fritz Hansen hannað sérstaka afmælisútgáfu af lampanum. Lampinn er úr möttu efni og brassi sem á að endurspegla andstæður hins hlýja og kalda.
Með tímanum myndast náttúruleg patína sem verndar lampann gegn tæringu og gefur honum fallega og náttúrulega ásýnd.