Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.8 C
Reykjavik

Skipulag, lýsing og efnisval skiptir miklu máli

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Helga Sigurbjarnadóttir, innanhússarkitekt FHI, hefur áralanga reynslu af hönnun fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Hún hefur hlotið verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín til dæmis fyrir húsgögnin í almenna rýminu í Hörpu sem hún hannaði ásamt Kristínu Aldan Guðmundsdóttur. Helga Sigurbjarnadóttir, innanhússarkitekt FHI, segir að efnisval skiptir öllu við hönnun á eldhúsi.

Eldhúsið sem við sýnum hér var hannað af Helgu árið 2014 fyrir fjölskyldu í Reykjavík. Skipulaginu þurfti að breyta mikið til þess að skapa sem mest vinnupláss og innréttingarnar eru sérsmíðaðar úr hnotu sem gefur rýminu hlýlegan blæ.

Hvernig var eldhúsið áður? „Skipulaginu var gjörsamlega umturnað en fyrir voru þetta tvö herbergi, eldhús og borðstofa. Þessu var svo breytt í eitt stórt rými með stórri og góðri innréttingu.“

Hvaða hugmynd lagðir þú upp með?
„Ég lagði upp með þá hugmynd að hafa mikið skápapláss, gott vinnurými og skipulag. Ásamt því að hafa allt efnisval fallegt, hlýlegt og sígilt.“

Hverjar voru óskir eigenda varðandi hönnunina?
„Hlýlegt og fallegt eldhús með mjög góðu vinnuplássi.“

Hvað finnst þér mikilvægast að hafa í huga þegar eldhús er hannað?
„Efnisvalið er mikilvægt, að valin séu efni sem auðvelt sé að umgangast, t.d. varðandi þrif og endingu. Eins skiptir skipulagið og lýsingin mjög miklu máli við hönnun á eldhúsi.“

Hvað er það besta við þetta tiltekna eldhús?
„Hvað það er opið og nóg pláss fyrir alla og svo allt þetta mikla vinnupláss en það er alltaf gott að hafa nóg af því.“

- Auglýsing -

Hvernig er efnisvalið og hvað réði því?
„Innréttingin er úr hnotu og borðplatan er kvartssteinn frá Fígaró. Við vildum hafa innréttinguna úr hlýlegum við, ekki of dökka og ekki of ljósa og varð því hnotan fyrir valinu en það er alltaf einhver glæsileiki yfir henni. Ég lét setja örlítið af svörtu út í lakkið til að sporna við þessari gulnun sem gerist of með hnotuna en þannig heldur hún litnum betur.“

Hvernig myndir þú lýsa stílnum á eldhúsinu? „Einföldum og sígildum.“

 

- Auglýsing -
Sérsmíðaðar af Jóhanni hjá KJK innréttingum. Ofnar og helluborð: Siemens
Blöndunartæki: Talis S Variarc frá Ísleifi Jónssyni. Borðplata: Kvartsteinn frá Fígaró.

Myndir / Hákon Davíð Björnsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -