Fimmtudagur 26. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Skökk en fullkomin

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Iona Sjöfn Huntingdon-Williams, grafískur hönnuður, hannaði skemmtilega „skakka“ jólakúla.

 

Hver er hugmyndin að baki hönnuninni?
„Hugmyndin á bak við kúluna er sprottin frá því að fyrir okkur flest eiga hátíðarnar að vera fullkomnar. Þegar kemur að jólum verður allt að smella en eins og við þekkjum gengur oftast ekki allt upp. Kúlan hangir skakkt en þrátt fyrir það er hún falleg og einföld. Með skekkjunni er verið að minna fólk á að vera opið og bregðast við með jöfnu geði.“

Hvaða leiðir voru farnar hvað varðar efnisval og formfræði?
„Kúlan er fullkomlega hringlaga og er í tvennu lagi þar sem ein hliðin er þyngri og ýtir undir halla kúlurnar þegar hún er hengd upp. Kúlan er gerð úr plasti og notast er við þyngjur inni í kúlunni til að færa þyngdarpunkt hennar frá miðju.“

Hvað kemur þér í jólaskap?
„Jólaskapið dettur inn hjá mér þegar jólaseríur byrja að birtast í gluggum og gefa skammdeginu ljós.“

Hvað er ómissandi yfir hátíðirnar?
„Fjölskylda og vinir eru ómissandi yfir hátíðirnar – að njóta með fjölskyldu eða góðum vinum og skapa góðar og eftirminnilegar minningar er eitthvað sem er mér ómissandi.“

Hægt er að kynna sér verk Ionu nánar á www.iona.is.

Myndir / Iona Sjöfn Huntingdon-Williams

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -