- Auglýsing -
Homestyler er ókeypis snjallforrit sem býður upp á ýmsa möguleika þegar kemur að því að innrétta hin ýmsu rými heimilisins. Hægt er að taka mynd af því rými sem viðkomandi hefur hug á að breyta og hlaða inn í forritið. Auk þess er fjöldinn allur af sniðmátum í boði sem hægt er að notast við, innandyra jafnt sem utan.

Ótal möguleikar eru í boði og hægt er að velja um mismunandi gólfefni, málningu, veggfóður, plöntur, smáhluti og húsgögn með vörum allt frá IKEA yfir í hönnunarhluti frá þekktum fyrirtækjum á borð við Fritz Hansen, Flos, Tom Dixon, Poliform og fleiri.
Hannaðu þitt eigið rými frá grunni og leyfðu hugmyndafluginu að leiða þig áfram.