Eign vikunnar er þetta fallega og sögulega hús við Laufásveg 43. Húsið er byggt árið 1903 í Sveitser-stíl sem algengt var í Noregi um aldamótin 1900. Eins og önnur hús af þeirri gerð er það með bröttu þaki og portbyggt og stendur á eignarlóð. Einkenni þessarar eignar er handverk sem þar er að finna, bæði innan- og utandyra, og fangar það gestsaugað um leið. Mikið handverk er þar að finna, meðal annars íburðarmiklar gluggaumgjarðir. Húsið er á einum besta stað í miðborg Reykjavíkur og stutt í allt sem borgin hefur upp á að bjóða, menningarlíf, veitingahúsaflóru, alla þjónustu sem og skóla og fjölmargar fallegar gönguleiðir um miðbæinn.
Skjólsæll og bjartur garður
Garðurinn er gamalgróinn og skemmtilegur, hann er bæði bjartur, skjólsæll og einstaklega hlýr. Þar eru tré sem trjáfræðingar telja ein af merkustu trjám borgarinnar, hvert af sinni tegund. En í garðinum er að finna beyki, hlyn og ask.
Endurbyggt og stækkað
Húsið er timburhús á steinhlöðnum kjallara. Á árunum 2000 til 2005 var húsið endurbyggt og byggt var við húsið og er því nánast um nýtt hús að ræða. Burðarvirki var endurnýjað, ný utanhússklæðning er á húsinu en undir henni er tvöfalt gips. Húsið prýða nýir gluggar með tvöföldu gleri og nýjar útidyrahurðir. Að innan er veggklæðningin endurnýjuð og gips notað á veggi og í loft. Einnig eru gólfin meira og minna endurnýjuð. Í húsinu eru nýjar vatnslagnir, frárennslislagnir og raflagnir. Þær voru lagðar sér fyrir hverja hæð auk þess sem ný drenlögn var lögð.
Eikarþil frá árunum 1920 til 1930
Dyr og hurðir eru upprunalegar í hluta hússins, en á miðhæðinni voru þær hækkaðar og breikkaðar og er útkoman hin glæsilegasta. Á miðhæðinni, í anddyri og holi, er eikarþil frá árunum 1920 til 1930. Í dag er húsið nýtt sem þrjár íbúðir. Húsið getur einnig verið einbýli, því gert var ráð fyrir við byggingu þess að hægt væri að opna milli hæða og rýma með lítilli fyrirhöfn.
Húsið hlaut viðurkenningu fyrir velheppnaðar endurbætur
Þegar húsið var endurnýjað var kappkostað að halda öllu skrauti í upprunalegri mynd og er húsið eitt best heppnaða hús í Sveitser-stíl í Reykjavík. Margt í húsinu er í sínum upprunalega stíl. En árið 2005 veitti borgarstjórinn í Reykjavík húsinu viðurkenningu fyrir velheppnaða endurbyggingu.
Einstakt tækifæri að eignast hús með sál í hjarta borgarinnar
Þetta fallega hús er um 260,4 fermetrar að stærð og húsið er þrír matshlutar, þrjár íbúðir, allar með sérinngangi. Það er þó mjög auðvelt að breyta nýtingunni í einbýlishús en húsið var hannað með það að leiðarljósi auðvelt væri að breyta því í þrjár íbúðir og öfugt. Hér um að ræða einstakt tækifæri til að eignast eign á einum eftirsóttasta stað í hjarta miðborgarinnar sem á sér sögu, hús með sál. Eignin er til sölu hjá Kjöreign fasteignasölu sem veitir frekari upplýsingar um eignina og hana er einnig að finna á heimasíðu hennar: www.kjoreign.is
Fróðleiksmoli um Laufásveg 43
Reykjavíkurborg átti húsið um tíma og var ráðgert að það yrði hluti af húsasafni borgarinnar. Frá því var horfið en allt innbú þess þá flutt á Árbæjarsafn. Þar var sett upp sýning um húsið og sögu þess með því innbúi sem fylgdi því. Einnig myndum úr húsinu eins og það var á árunum u.þ.b. 1916-1999. Húsinu hafði lítið verið breytt allan þann tíma.