Þriðjudagur 29. október, 2024
5.7 C
Reykjavik

Stærðfræðileg jólakúla Þórunnar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Við höldum áfram að birta jólakúlurnar sem hönnuðir gerðu fyrir Hús og híbýli fyrir jólin 2018 en líkt og fram hefur komið var ramminn frekar opinn og var hönnuðunum frjálst að túlka verkefnið á sinn hátt. Þórunn Árnadóttir, vöruhönnður MA, hannaði stærðfræðilega jólakúlu og hér segir hún okkur betur frá hugmyndinni að baki verkinu.

 

Hver er hugmyndin að baki hönnuninni?
Síðustu vikur hef ég verið með aðsetur á Hönnunarsafni Íslands og stúderað verkin hans Einars Þorsteins sem byggja á stærðfræðilegum pælingum um geómetrísk form. Þessi geómetrísku form eru í rauninni byggingareiningar alls heimsins og hlutföllin á milli þeirra sjást allt í kringum okkur – líka í jólunum! Þetta er svona „stærðfræðileg jólakúla“ sem er tilbrigði við pappamódelin hans Einars Þorsteins, með tilvísun í jólin.

Mynd / Aldís Páldsóttir

Hvaða leiðir voru farnar hvað varðar efnisval og formfræði?
Hún er föndruð úr pappír, samansett úr fjórum platónískum fjölflötungum sem passa akkúrat hver inn í annan. Sá ysti er hvítur tólfflötungur úr fimmhyrningum (snjór), næsti er blár sexflötungur úr ferhyrningum (pakki), þá er grænn fjórflötungur úr þríhyrningum (jólatré), og innst er rauður sexflötungur úr þríhyrningum (hjarta).

Hvað kemur þér í jólaskap?
Það sem kemur mér venjulega í jólagírinn mjög snemma á hverju ári er þegar ég byrja að hanna jólaskreytingarnar fyrir Geysi. Ég stelst þá til að hlusta á jólalög í október og fá mér piparkökur eða mandarínur á meðan ég vinn. Svo spyr fjögurra ára dóttir mín á hverjum einasta morgni núna: „Eru NÚNA komin jól?“ og það smitar mig algjörlega aftur af einhverri barnslegri tilhlökkun til jólanna.

Hvað er ómissandi yfir hátíðirnar?
Að slappa vel af og hitta góða vini og eiga gæðastundir með fjölskyldunni.

Sjá einnig: Hönnuðir hanna jólakúlur – Marglaga jól

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -