- Auglýsing -
Nýjasta tölublað Húsa og híbýla er komið í verslanir, stútfullt af fjölbreyttu efni. Gullfallegt einbýlishús hannað af arkitektinum Guðmundi Jónssyni prýðir forsíðuna.
Meðal þess sem er að finna í þessu fjölbreytta blaði er einstakt innlit í hús eftir Kjartan Sveinsson og persónulegt viðtal við Rebeccu Uth stofnanda danska merkisins Ro.
Þá fá lesendur að gægjast inn á heimili landsliðsmanns í knattspyrnu og verslunareiganda í Garðabænum.

Ljósmyndarinn Áslaug Snorradóttir á litríkt heimili og sýnir lesendum sína uppáhaldshluti. Og Arnór Dan söngvari og Vigdís Hlíf opna dyrnar fyrir okkur svo nokkur dæmi séu tekin.

