- Auglýsing -
Fyrir stuttu var frumsýnd ný vorlína frá Royal Copenhagen. Í janúar ár hvert hefst salan á línunni sem inniheldur páskaegg úr postulíni, blómavasa og sælgætisöskjur. Eggin eru þó í aðalhlutverki eins og fyrri ár.

Línan í ár er innblásin af þekktum dönskum blómategundum sem eiga það sameiginlegt að blómstra á vorin. Eru þetta tegundir eins og túnfíflar, túlípanar og íris svo eitthvað sé nefnt. Eggin eru handmáluð í nútímalegum stíl.
Litatónarnir í ár eru djúpir, rauðir, bláir, fjólubláir og appelsínugulir tónar en gulum hefur sérstaklega verið bætt við þetta árið.


