- Auglýsing -
Bjørn Wiinblad var listamaður með mörg járn í eldinum, hann var afar afkastamikill og starfaði einnig sem leikmyndahönnuður. Þegar Bjørn Wiinblad lést árið 2006 skildi hann eftir sig yfirgripsmikið safn teikninga sem unnið er eftir í dag.

Symphony-línan kom nýlega á markað og státar af ævintýralegu safni leirmuna. Línan er innblásin af því hvernig tónlist miðlar áfram tilfinningum og sögum, endurtekningum og takti. Með Symphony-línunni býður hann bæði nýjum og gömlum aðdáendum að upplifa töfrandi heim ævintýra, sem hafa einkennt verk hans frá upphafi.

