- Auglýsing -
Hið víðfræga og fallega Flowerpot-ljós hefur ekki frekar en aðrar vinsælar hönnunarvörur farið varhluta af eftirhermuiðnaði heimsins.
Verner Panton hannaði ljósið 1964 sem framleitt er af Louis Poulsen og vísar heiti þess í friðsama hippastrauma þess tíma sem gengu undir nafninu Flower power.
Einfaldleiki ljóssins og skýrar línur hafa svo stuðlað að því að í dag er ljósið orðið klassísk hönnun. Að venju er auðveldast að þekkja muninn á eftirhermu og ekta hönnun á verðinu.
Sérð þú muninn? Á eftirhermuljósinu er snúran ekki alltaf í sama lit og ljósið, eins og sést á myndinni, og einnig stendur minni skálin oft syttra undan þeirri stærri.