Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Tók fimm daga að reisa húsið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hjónin Ásta B. Gunnlaugsdóttir og Samúel Örn Erlingsson eru mörgum kunn. Þau ventu sínu kvæði í kross og ákváðu að flytjast út fyrir ys og þys höfuðborgarsvæðisins. Þau reistu sér fallegt hús um tveimur kílómetrum austan við Hellu og stendur á brekkubrún vestan við Varmadal. Hús og híbýli kíkti í heimsókn.

 

Húsið sem Ásta og Samúel reistu sér ber heitið Björtuloft og klæðir nafnið húsið einstaklega vel.

Hjónin fóru þá leið við byggingu hússins að reisa einingahús úr forframleiddum einingum frá Bretlandi. Slík hús hafa rutt sér til rúms síðustu árin enda þykja þau hagkvæm lausn þar sem byggingartíminn er mikið styttri ásamt því að timburhús eru talin mjög heilsusamleg að búa í.

Hvernig kom það til að þið ákváðuð að kaupa einingahús frá Bretlandi?

„Sú hugmynd kviknaði á körfuboltaæfingu. Félagi minn þar, Pétur Stefánsson, starfar hjá bresk-íslenska verslunarráðinu og kynnti okkur félögunum þennan möguleika. Við slógum á endanum til, þrír félagar ásamt mökum okkar og fluttum inn hús frá breska fyrirtækinu Frame and Log Cabins Company. ( www.frameandlogcabins.co.uk/ ) Tvö þeirra standa við Hróarslæk og eitt í Úthlíð í Biskupstungum.“

Mynd / Hákon Davíð

Hvað tók langan tíma að reisa húsið?

- Auglýsing -

„Það tók fimm daga að reisa. Það gerðu þrír starfsmenn Frame and Log, þeir settu líka milliloft og milliveggi. Meistari Magnús Kristjánsson í Helluverki reisti húsið með krananum sínum, en hann gróf líka fyrir húsinu. En áður þurfti að grafa fyrir og steypa grunn, á eftir þurfti að setja í glugga, þétta og klæða þak og veggi. Húsið reis í lok október 2017, en svo tók við erfiður vetur. Það náðist ekki að loka húsinu endanlega fyrr en í apríl.“

 Lestu viðtalið í heild sinni og sjáðu fleiri myndir í nýjasta Hús og híbýli.

Tryggðu þér áskrift að Hús og Híbýli í vefverslun

Myndir / Hákon Davíð Björnsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -