Þriðjudagur 24. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Tók stökkið og lét drauminn rætast

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sandra Ósk Júníusdóttir er ung listakona sem útskrifaðist fyrir ekki alls löngu með diplóma í myndskreytingu frá skóla í Danmörku. Hún notast mikið við vatnsliti í verkum sínum og segir að þeir gefi verkunum mikið líf og oft og tíðum óvænta og skemmtilega niðurstöðu.

„Ég hef mikið unnið með vatnsliti en hef einnig reynt fyrir mér með akrýlliti. Ég elska að vinna með marga liti og vatnslitir finnst mér virka ótrúlega vel í því samhengi þar sem litirnir nánast lifna við og maður veit aldrei akkúrat hvernig lokaútkoman verður. Mér finnst gaman að nota litlar fígúrur, hvort sem það eru dýr eða furðuverur í verkunum mínum og reyni ég alltaf að fanga notalega stemningu,“ segir Sandra.

Hún segist elska alla liti en finnst skemmtilegast að vinna með hliðstæða liti, samspil dökkra og ljósra lita og tekur fram að hún vinni aðallega með mjúkar línur og form. En hvernig kom til að hún ákvað að fara að læra myndskreytingu?
„Ég hafði lengi haft áhuga á listum og teikningu en lét aldrei verða neitt úr því í fyrstu. Eftir mikla sálarskoðun komst ég þó að því að hugmyndin um að vera listakona hafði alltaf blundað í mér. Ég ákvað að láta slag standa og fara í myndskreytingarnám í smábænum Viborg í Danmörku, sem var frábær upplifun og listin hefur átt hug minn allan síðan þá.“

„Ég var síföndrandi sem barn.“

Hefurðu alltaf haft mikinn áhuga á að teikna og mála? „Ég var síföndrandi sem barn. Til dæmis varði ég meiri tíma í að dásama kápurnar á barnabókum og myndirnar heldur en endilega að lesa þær, þó að ég sé víðlesin núna.“

Í dag sækir Sandra aðallega innblástur í náttúruna en einnig í flotta listamenn sem hún fylgist með á netinu. „Þetta eru bæði einstaklingar sem eru með svipaðan stíl og ég og svo fólk með allt aðra sýn. Svo er ég svo heppin að þekkja margt hæfileikaríkt fólk sem ég sæki innblástur til.“

- Auglýsing -

Hún segist vinna mest sjálfstætt en hún taki einnig að sér nokkur aukaverkefni, til dæmis við hönnun og umbrot á dagskrám eða kynningarbæklingum. Hún bætir við að að best sé að hafa samband við hana í gegnum Instagramsíðuna hennar eða með því að senda tölvupóst á [email protected], hvort sem fólk vill nálgast verk eftir hana eða hefur áhuga á samstarfsverkefni eða verki fyrir þóknun.

- Auglýsing -

Myndir / Hallur Karlsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -