Minjastofnun Íslands gegnir mikilvægu hlutverki í að tryggja varðveislu menningarsögulegra minja svo sem fornminjar, menningarlandslag, kirkjugripi, báta, listmuni, nytjahluti og síðast en ekki síst hús og mannvirki með það að markmiði að auðvelda aðgang og kynni þjóðarinnar að þessum minjum.</h2>
Myndir segja oft meira en mörg orð og sumar minjar eru einungis til á myndum en Minjastofnun hefur hvatt Íslendinga, sem margir hverjir hafa langt land undir fót í sumar, til að vera duglega að hafa augun opin fyrir menningarminjum í landslaginu í hvaða formi sem er og setja á samfélagsmiðlana Facebook eða Instagram undir myllumerkinu #menningarminjar.