Föstudagur 24. janúar, 2025
-0.6 C
Reykjavik

Útskriftarsýning Ljósmyndaskólans: Víðtæk skilgreining á hugtakinu ljósmynd

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Útskriftarsýning Ljósmyndaskólans opnaði nú um helgina í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Eins og fram kemur í fréttatilkynningu frá skólanum útskrifast að þessu sinni 13 nemendur, sem er jafnframt metfjöldi útskriftarnema. Útskriftarverk þeirra eru afar fjölbreytt og spanna viðfangsefni og aðferðir nemenda vítt svið. „Í verkum sínum takast þau á við ólík málefni út frá ólíkum forsendum, mismunandi nálgun, listrænni sýn og fagurfræði. Hópurinn teygir á hefðbundum hugmyndum um ljósmyndaverk með notkun á vídeói, samfélagsmiðlum, saumuðum handverkum og skúlptúrum ásamt klassískari útfærslum ljósmyndaverka.“ Á þann hátt endurspegla verkin á sýningunni meðal annars þá grósku sem átt hefur sér stað í samtímaljósmyndun og þá fjölbreyttu möguleika og áhrif sem felast í ljósmyndamiðlinum.

Mynd / Milli þilja eftir Þórkötlu Sif Albertsdóttur

Ljósmyndaskólinn leggur áherslu á listræna ljósmyndun, hugmyndavinnu og eigin listsköpun. Í náminu blandast saman listrænir og tæknilegir þættir undir handleiðslu helstu ljósmyndara og listafólks Íslands.

Sýningin stendur til 31. janúar og er aðgangur ókeypis.

Opnunartímar eru:
Mánudaga – fimmtudaga: 10.00-17.00
Föstudaga: 11.00-17.00
Laugardaga – sunnudaga: 13.00-17.00

Ljósmyndasafn Reykjavíkur er til húsa að Tryggvagöta 15, 6. hæð, Grófarhús, 101 Reykjavík. Minnt er sérstaklega á sóttvarnarreglur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -