Mats Gustafson er sænskur listamaður, búsettur í New York. Vatnslitamyndir eru hans aðalsmerki og á áttunda áratugnum hóf hann að vinna myndir fyrir tískuheiminn.
Verk hans eru fáguð og fíngerð þar sem hver pensilstroka hefur sérstaka merkingu. Listamaðurinn fer á milli tískuheimsins og náttúrunnar og fangar myndefnið með einstökum hætti.
Listasafn Íslands sýnir nú öll þekktustu verk Mats sem hann hefur unnið með tískuhúsum á borð við Christian Dior, Comme des garçons, Yohji Yamamoto, Romeo Gigli og Yves Saint Laurent fyrir tímarit eins og Vogue og Harper‘s Bazaar. Einnig varpar sýningin góðu ljósi á vatnslitaseríur hans af náttúru, nekt ásamt portrettum af samferðafólki.
Sýningin á þessum mögnuðu verkum stendur til 3. maí næstkomandi.