Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Villiblómið og Borgarhljóðvist í formi ensks lystigarðs – haustsýningar í Hafnarborg

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Haustsýningar ársins 2020 í Hafnarborg bera heitið Villiblómið og Borgarhljóðvist og opnuðu þær þann 29. ágúst síðastliðinn.

Í aðalsal hússins fer sýningin Villiblómið fram en sýningarstjórar eru Becky Forsythe og Penelope Smart. Sýningin byggir á samstarfi alþjóðlegra listamanna frá Kanada og Íslandi en þeir beina sjónum sínum að plönturíkinu og birtingarmyndum blóma á norðurslóðum. Sýningarsalurinn umbreytist í engi fagurra blóma, sem maðurinn hefur skapað í ólíkum myndum og minna á tengingu okkar við umhverfið. Þar blómstra hugmyndirnar og upp spretta ýmsar spurningar um stöðu okkar í heimi sem tekur stöðugum breytingum. Þá verður villiblómið jafnt tákn um mátt og mýkt – hið hverfula og smáa jafnt sem hið óstöðvandi afl náttúrunnar. Listamennirnir sem taka þátt í sýningunni eru Arna Óttarsdóttir, Asinnajaq, Eggert Pétursson, Emily Critch, Jón Gunnar Árnason, Justine McGrath, Katrina Jane, Leisure, Nína Óskarsdóttir, Rúna Þorkelsdóttir og Thomas Pausz.

Borgarhljóðvist í formi ensks lystigarðs beinir beinir athygli okkar að þætti borgarhljóðvistar í upplifun okkar af stað og tíma. Davíð Brynjar Franzson hefur unnið þrívítt hljóðumhverfi úr hljóðritunum frá fjórum mismunandi borgum: Los Angeles, New York, Malmö og Reykjavík. Davíð hefur unnið í samstarfi við listamenn frá borgunum fjórum að upptökunum en hljómi borganna er att saman við hljóðfæraleik flytjenda, sem ferðast hægfara um rýmið, bregst við og dregur fram litbrigði og augnablik í hljóðvistinni – eins konar lystigarði hljóðs, sem gestir geta kannað á eigin forsendum jafnt í tíma og rúmi.

Sýningarstjóri er Þráinn Hjálmarsson og fer sýningin fram í Sverrissal.
Báðar sýningarnar standa yfir til 25. október.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -