Miðvikudagur 24. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Eldhúsást – sex fögur eldhús

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ritstjórn Húsa og híbýla hefur heimsótt ófá falleg og sjarmerandi eldhús í gegnum tíðina, af öllum stærðum og gerðum, og hér er örlítið sýnishorn; 6 fögur eldhús.

Óhætt er að segja að eldhúsið sé hjarta heimilisins; þar sem fjölskyldan snæðir saman í upphafi og lok hvers dags. Þess á milli er svo verið að læra heima, vinna eða baka brauð eða vandræði í eldhúsinu.

Þessar samverustundir fjölskyldunnar eru svo dýrmætar, sérstaklega þegar snjalltæki eru bönnuð við matarborðið, þá næst þessi gamla góða tenging og nánd án áreitis samfélagsmiðla og símhringinga. Og hver kannast svo ekki við að hafa endað í góðu eldhúspartíi þar sem fjörið færðist úr stofunni og allir fóru á eldhústrúnó!

Opið og bjart eldhús með engum efri skápum eða höldum. Hvít handlaug, borðplata, flísar og innrétting. Hvítur vegglampi og ljósmyndir eftir meistara RAX sem setja punktinn yfir i-ið í þessu leikandi létta og ljósa eldhúsi.
Sjarmerandi og kósí eldhús undir súð í Bryggjuhverfinu. Þessi innrétting var ljósbrún en var sprautulökkuð hvít hjá sprautun.is. Hvítar subway-flísar, retró kæliskápur, plöntur og myntugrænir veggir skapa hressandi stemningu í þessu sæta eldhúsi.
Fagurfræðin fær að njóta sín í þessu fallega eldhúsi sem Rut Káradóttir innanhússarkitekt hannaði. Klassískt og tímalaust eldhús þar sem innréttingin sem er frá Smíðaþjónustunni er með lóðréttum fræsingum sem er fallegt. Borðplatan er kvartsteinn frá Rein, barstólarnar eru frá NORR11 og ljósið er úr Módern.
Hlýlegt og feiknafallegt opið eldhús með stórri eyju sem Sæbjörg Guðjónsdóttir innanhússarkitekt hannaði. Innréttingin er frá Fagus, borðplatan frá Granítsteinum og barstólar úr Epal. Þarna er mikið skápapláss og gott vinnurými og takið eftir gólfinu sem er bara flotað og kemur svona líka vel út.
Coca Cola-þema í svörtu eldhúsi í Þorlákshöfn en svartar eldhúsinnréttingar hafa verið í tísku undanfarið og þá er ekki verra að brjóta örlítið upp með rauða Coca Cola-litnum. Innréttingin er háglans úr IKEA, borðplatan er frá Fantófell, ljós úr BYKO og barstólarnir voru keyptir í Húsgagnahöllinni.
Fallegt og stílhreint eldhús sem Berglind Berndsen hannaði. Dökk innrétting og dökkur marmarasteinn skapa glæsilegt eldhús þar sem risastór eyjan fær að njóta sín.

Myndir / Hús og Híbýli

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -