Fimmtudagur 28. mars, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Tvö æðisleg en mjög ólík eldhús

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eldhús eru alls konar; stór og smá, litrík, klassísk, stílhrein, smart, flippuð og svo framvegis.

Hús og híbýli teymið er alltaf að mynda falleg eldhús og hér eru tvö algjörlega æðisleg; annað er stílhreint og hlýlegt en hitt er sannkallað pastel-partí með retro yfirbragði.

______________________________________________________________

Pastellitir í sjarmerandi eldhúsi í Reykjavík

Þetta litfagra og skemmtilega eldhús er undir súð. Eigendur þess tóku það í gegn og eru ánægðir með hvað það tók miklum og skemmtilegum breytingum fyrir tiltölulega lítinn pening.

,,Mér finnst afar mikilvægt að vera með plöntur og liti í þessu rými, þar sem eldhúsið er mjög bjart og sólin skín beint inn í það nánast allan daginn, litirnir og plönturnar fá að njóta sín rosalega vel,“ segir eigandi eldhússins bjarta.

- Auglýsing -

,,Svo finnst mér einnig nauðsynlegt að umkringja sig björtum og skemmtilegum litum þegar líða fer á skammdegið.“

- Auglýsing -

Innréttingin er upprunaleg frá 2001 en hún var sprautuð hvít og svo voru settar höldur frá versluninni Brynju.

______________________________________________________________

Hlýlegt og stílhreint á Selfossi

Hús og híbýli teymið kíkti á gullfallegt eldhús á Selfossi, fyrir eldhúsblaðið, hjá þeim Ingibjörgu og Guðmundi sem Sæbjörg Guðjónsdóttir innanhússarkitekt hannaði fyrir ekki svo löngu.

Ingibjörg og Guðmundur vildu fá opið eldhús með góðu vinnurými og plássi fyrir stórt borðstofuborð og útkoman er hin glæsilegasta. Þetta er hlýlegt, tímalaust og smart eldhús.

Gólfið er flotað og lakkað, innréttingin er frá Fagus og borðplatan er marmari.

Texti / Sigríður Elín Ásmundsdóttir og María Erla Kjartansdóttir
Myndir / Hákon Davíð Björnsson

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -