Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Rúrik og Ragnar meðal kynþokkafyllstu leikmanna á HM

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mexíkóska útgáfan af tímaritinu Glamour er búin að velja 24 kynþokkafyllstu leikmennina á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu sem fram fer um þessar mundir í Rússlandi.

Listinn er ekki tæmandi og gæti vel bæst í hann á næstu dögum, en við Íslendingar eigum tvo fulltrúa á listanum – þá Rúrik Gíslason og Ragnar Sigurðsson. Sá fyrrnefndi hefur reyndar verið mjög vinsæll meðal aðdáenda og bætti við sig rúmlega hundrað þúsund fylgjendum á Instagram á fyrstu klukkustundunum eftir leik Íslands og Argentínu á laugardaginn.

Rúrik Gíslason.

Blaðamenn Glamour segja að þessir 24 menn hækki hitastigið í Rússlandi með kynþokka sínum og hvetja fólk til að missa ekki af einum einasta leik þeirra á mótinu.

Ragnar Sigurðsson.

Með Rúrik og Ragnari á listanum eru heimsþekktir knattspyrnumenn, svo sem Cristiano Ronaldo og Sergio Ramos, en hér fyrir neðan má sjá nokkra af þeim mönnum sem blaðamenn Glamour eru hrifinir af.

Masoud Shojaei – Íran

Olivier Giroud – Frakkland

Mohamed Salah – Egyptaland

- Auglýsing -

Guillermo Ochoa – Mexíkó

Sergio Ramos – Spánn

James Rodríguez – Kólumbía

- Auglýsing -

Cristiano Ronaldo – Portúgal

Edison Cavanni – Úrúgvæ

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -