Mörgum finnst skemmtilegasti hluti jólanna að gefa og opna pakkana. Fjölskyldan er búin að hreiðra um sig í stofunni. Gleðin og eftirvæntingin er rafmögnuð. Flest þekkjum við tilfinninguna að þurfa að gera sér upp gleði og þakklæti fyrir gjöf sem hitti engan veginn í mark. Mannlíf tók saman lista af hlutum sem best væri að sleppa gefa.
Vigt
Enginn vill þurfa að hugsa um þyngdina eftir hátíðarsteikina og í miðju konfektáti. Sumt er einfaldlega best að kaupa sjálfur. Ef þú hefur áhyggjur að holdafari einstaklingsins, þá einfaldlega hættu því.
Blóðþrýstingsmælir
Eins og með vigtina, þá eru heilsufarstengdir hlutir eins og blóðþrýstings- og rassamælar best gleymdir í jólapakkana.
Sjálfshjálparbók
Gjöf eins og sjálfshjálparbók er eins og að fá blauta tusku í andlitið. Ef einhvern vantar hjálp er hann sjálfsagt fullmeðvitaður um það. Það má ræða það síðar meir en enginn vill vera minntur á vankanta sína fyrir framan alla í fjölskyldunni.
Kynlífsleikfang
Sumt á heima í svefnherberginu og ekki fyrir framan alla fjölskylduna. Jólin eru hátíð barnanna.
Gæludýr
Gæludýr eru lifandi verur. Ertu viss um að viðtakandi gjafarinnar hugnist áralöng binding og ábyrgð þess að eiga dýr? Hvers á dýrið að gjalda?
Listaverk eftir sjálfan þig
Ekki nema ef þú ert á leikskólaaldri er leyfilegt að gefa listaverk eftir sjálfan þig. Listamenn eru víða sjálfsmenntaðir eða sprenglærðir – en smekkur manna er svo misjafn.
Ryksuga
Hverjum finnst æðislega gaman að ryksuga? Eins og með blóðþrýstingsmælinn, þá er best að leyfa einstaklingnum eða fjölskyldunni allri að sjái um val á slíku tryllitæki heimilisins.
Föt
Ef þú ætlar að setja fatnað í jólapakkann þarftu að gulltryggja að þú þekkir stærð og smekk viðkomandi. Að fá of litla peysu eða forljótar buxur sem þú fílar ekki eru eintóm vonbrigði.
Endur-gjöf
Ekki gefa gjöf sem þér var gefin og þú kunnir ekki að meta sjálf/ur. Að fá gjöf með skiptimiða frá síðasta ári er eitthvað sem fæstir kunna að meta.
Bindi
Sama hvort um ræðir herra eða dömu. Þá er best að binda enda á að gefa bindi.