Rapparinn Kanye West og kærastan hans Julia Fox mættu á Schiaparelli Haute Couture sýninguna í París á mánudaginn, og það í leðri frá toppi til táar.
Parið, sem hefur nú verið saman í 25 daga, vakti vægast sagt athygli með fatavali sínu en Kanye virðist hafa tekið grímuskylduna á annað „level“.
![](https://www.mannlif.is/wp-content/uploads/2022/01/julia-fox-and-kanye-west-attend-the-schiaparelli-haute-news-photo-1643025127-683x1024.jpg)
Sagði Julia í podcast viðtali á dögunum að hún væri orðin þreytt á slúðursögum. Margir hafa haldið því fram að Julia sækist aðeins í Kanye vegna peninga og frægðar:
„Ég hef verið með milljarðamæringur allt mitt fullorðinslíf, við skulum hafa það á hreinu,“ sagði hún og bætti við að athyglin truflaði hana ekki.
![](https://www.mannlif.is/wp-content/uploads/2022/01/kanye-west-and-julia-fox-are-seen-on-january-23-2022-in-news-photo-1643024899.jpg)
Þá sagðist hún eiga margt sameiginlegt með nýja kærastanum.
Ekki væri nóg með það að stjörnumerki þeirra passa afbragðs vel saman, heldur eru þau einnig bæði hvetjandi og samstíga.