Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.3 C
Reykjavik

8 atriði til að halda eitruð jól í anda Trölla

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jólin eru ekki allra, en þau má krydda og gera gleðileg fyrir alla. Hér að neðan eru átta atriði sem gott er að vita til að gera jólin gleðilegri … að hætti Trölla.

Möndlugjöfin

Er kappið og keppnis andinn að fara með þig. Til að tryggja þér möndlugjöfina í ár mundu þá eftir að taka þína eigin möndlu með í boðið.

Pakkalestur

Ef þú ert sá sem les á pakkana lestu þá fyrst bara á pakkana sem eru til þín.

Léleg gjöf frá þér

- Auglýsing -

Ef þú keyptir lélega pakka skrifaðu þá á gjafamiðann að þeir séu frá einhverjum öðrum.

Uppljóstrun

Ef þú veist innihaldið pakkans segðu þá upphátt hvað er í honum á meðan viðkomandi er að opna.

- Auglýsing -

Þakklætið

Loksins pakki til þín frá einhverjum öðrum. Til að lýsa yfir vonbrigðum þínum með innihaldið: Spurðu hvort að pakkinn hafi verið keyptur á tilboði.

Gjöfin sem gleymdist 

„Þessi er frá okkur öllum,“ mun redda þér fyrir horn, ef þú gleymdir eða nenntir ekki að kaupa gjöf handa viðkomandi.

Ástin

Láttu kærustuna/kærastann vita að þú keyptir enga gjöf þar sem þú varst óviss hvort þið yrðuð enn saman.

Kveðjustund

Þakkaðu fyrir þig í enda dags með orðunum: „Takk fyrir mig, þetta var gaman … þrátt fyrir allt.“

 


10 verstu jólagjafirnar

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -