„Ég er enn að kljást við slæma iðrapest sem ég nældi mér í í Kathmandu. Kem ekki feitur heim úr þessari ferð – og öflugur sjúkrakassi hefur komið sér vel,“ ritar Tómas Guðbjartsson læknir sem er staddur í Nepal á sínum þriðja degi. Hann deilir með fylgjendum sínum á Facebook frá ferðalaginu.
„Stórkostlegur göngudagur í dag frá Namche Basaar til Debuche, krefjandi leið síðustu 2 klst. upp brattar brekkur að búddaklaustrinu Tengboche. Everest hefur glatt augað í allan dag – líkt og fjallagyðjan Ama Dablam. Á leiðinni voru göngubrýr og hellingur burðarmanna, en líka nokkrar burðarkonur – sem eru sjaldséðar.“
Hann útskýrir að mörg þeirra sem annast burðinn fari létt með að bera eigin þyngd, eða um 60 kílógrömm, upp brattar brekkur: „Ekki skrítið að burðarfólkið kallist Backbone of the Himalayas – enda gæti enginn búið hér án þeirra.“
Í ferðinni reiðir Tómas sig á Dendi sem er með reyndustu fjallasjerpunum við rætur Everest:
„Dendi er mjög trúaður og við fengum munk í Tengboche til að blessa ferð okkar sérstaklega með bænasöng og reykkelsum. Mjög falleg athöfn.“
Hér að neðan má sjá færslu Tómasar í heild: