Laugardagur 16. nóvember, 2024
-0.1 C
Reykjavik

Adele átti erfitt með gang á sviðinu á gamlárskvöld: „Þetta blossar upp annað slagið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Breska ofurstjarnan Adele hefur nú opnað sig um heilsuna en kvillar hafa haft mikil áhrif á líf hennar á meðan á Las Vegas dvöl hennar hefur staðið.

ET segir frá því að aðdáendur söngdívunnar hafi haft miklar áhyggjur af henni eftir að hún virtist eiga í erfiðleikum með að ganga um á sviðinu á Gamlárskvölds skemmtun í Las Vegas. Í kjölfarið sagði hún frá því að hún þjáist af miklum og stöðugum bakverk.

Á myndskeiði sem farið hefur í dreifingu á samfélagsmiðlum sést Adele skakklappast um sviðið og útskýra fyrir áhorfendum að hún „þurfi að kjaga þessa dagana“ því hún þjáist af mjög slæmri settaugabólgu.

En hvað er settaugabólga? Á kiro.is má lesa lýsingu á kvillanum: Umrædd settaugabólga lýsir ástandi þar sem einstaklingur finnur fyrir verk eða dofa sem dæmi, sem kemur út frá stærstu hryggjartauginni í mjóbaki og leiðir út í mjaðmir, rass og niður í fótleggina.

Árið 2021 sagði Adele frá því að tvisvar sinnum hafi hún glímt við brjósklos í baki. Fyrra skiptið gerðist er hún var aðeins 15 ára en þá hnerraði hún svo hressilega að það olli afar slæmu brjósklosi. Þá meiddi hún sig aftur í bakinu í janúar 2021.

„Ég hef glímt við sársauka í baki hálft líf mitt, í raun.,“ sagði Adele í viðtali árið 2021 og bætti við: „Þetta blossar upp annað slagið, aðallega þegar ég er stressuð eða í einhverri fáránlegri stellingu.“

- Auglýsing -

Hin 34 ára söngdíva hefur vakið mikla athygli að undanförnu fyrir sýningu sína í Las Vegas sem oftar en ekki er uppselt á.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

dfkjpogv

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -