Föstudagur 15. nóvember, 2024
1.6 C
Reykjavik

Adele tilkynnti tónleikagestum um trúlofun – MYNDBAND

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Söngkonan Adele er trúlofuð en hún tilkynnti það á tónleikum sem hún hélt í Þýskalandi á föstudaginn.

Tilvonandi eiginmaður hennar heitir Rich Paul og er umboðsmaður íþróttamanna en hann er einn sá valdamesti í bransanum. Meðal kúnna hans eru þeir Lebron James, Anthony Davis, Zach LaVine og Miles Bridges en þeir eru allir meðal bestu körfuboltaleikmanna í heimi. Orðrómur þess efnis að þau væru trúlofuð hefur verið í gangi í nokkurn tíma en hún hefur verið með glæsilegan nýjan hring á hendi undanfarið en nú hefur það verið staðfest að umboðsmaðurinn glæsilegi bað um hönd Adele í London í seinasta mánuði en ekki liggur fyrir hvenær þau muni gifta sig.

Adele er um þessar mundir að halda tónleikaröð í München í Þýskalandi en í ágústmánuði kemur hún fram á tíu tónleikum í borginni sögufrægu. Í júlí tilkynnti söngkonan að hún myndi taka sér pásu frá tónlist eftir að tónleikaröðinni lýkur og að hún sé ekki með nýja plötu í bígerð.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -