Lífið er nú ekki bara öðruvísi heldur miklu auðveldara. Þetta segir Svanhildur Hólm Valsdóttir um það hvernig lyf gegn ADHD sem hún tekur nú hafi bætt lífsgæði hennar mjög mikið, til hins betra.
„Það varð bara þögn í höfðinu á mér.“
Svanhildur var gestur Dagmála ásamt Katrínu Júlíusdóttur, en þær stöllur eru báðar nýlega greindar með ADHD og komnar á lyf.
Katrín segir hvernig lyfið breytti lífi sínu til hins betra, eins og Svanhildur: Katrín nefnir að eftir reynslu sína af lyfjunum hafi hún í fyrsta skipti í áratugi sofið djúpsvefni í tíu tíma.
Báðr segja þær, Svanhildur og Katrín, að róandi lyf og svefnlyf hafi gert lítið gagn samanborið við ADHD lyfið
Fyrir þá sem ekki vita þá virka lyf gegn ADHD róandi á huga fólks en fyrir fólk sem er ekki með ADHD myndu lyfin virka mjög svipað og amfetamín.
Heimild: Dagmál