Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Vildi ráða leigumorðingja til að myrða sig

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stórleikarinn Giancarlo Esposito greinir frá því í nýju viðtali að hann hafi verið nærri gjaldþrota og hafi íhugað sjálfsvíg áður en hann fékk hlutverk Gus Fring í Breaking Bad. Árin þar á undan voru sennilega þau verstu á ferli hans en lék hann aðeins í einum sjónvarpsþætti og tveimur kvikmyndummyndum, sem fáir hafa séð, árið 2007.

Esposito var með áætlun um að fá leigumorðingja til að myrða sig til þess að börnin hans fjögur gætu fengið pening úr líftryggingu hans en þau hefðu ekki fengið neitt ef leikarinn hefði tekið eigið líf. Hann hins vegar hætti við eftir að hafa hugsað málið vel og vandlega vegna þess að hann taldi að það myndi gera börnum sínum svo mikinn skaða ef hann tæki eigið líf.

Síðan hann sló í gegn sem Gus Fring hefur hann verið einn af eftirsóttustu leikurum Hollywood en ásamt því að snúa aftur í hlutverki Gus Fring í Better Call Saul hefur hann leikið stór hlutverk í þáttunum Dear White People, Revolution, The Mandalorian, The Boys og Godfather of Harlem.

Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -