- Auglýsing -
Annað kvöld er úrslitakvöld Eurovision og hefur keppnin sjaldan verið jafn umdeild en skrifast það að öllu leyti á þátttöku Ísrael. Margir telja það sé óásættanlegt að Ísrael taki þátt eftir yfirvöld þar í landi hafi drepið tugi þúsunda Palestínubúa undanfarna mánuði.
Þá er þátttöku Íslands lokið en Hera Björk flutti lagið Scared of Heights á fyrra undanúrslitakvöldinu en komst ekki áfram og var áhorf á undankeppnina mjög lítið miðað við fyrri ár.
En Mannlíf spyr einfaldlega: Ætlar þú að horfa á úrslitakvöld Eurovision?
Könnuninni lýkur 12:00 þann 11. maí.