Föstudagur 15. nóvember, 2024
1.6 C
Reykjavik

Afreksíþróttapar gefur út bók saman: „Ég byrjaði sem uppvaskari“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hulda Dagsdóttir og Bjarni Mark eru íþróttakærustupar sem búa saman í Noregi og þurfa hugsa vel um matarræðið vinnu sinnar vegna. 

Eins og gefur að skilja þá þurfa íþróttamenn að hugsa vel um matarræðið en það getur stundum verið erfitt að búa til holla og næringaríka rétti. Afreksíþróttaparið Hulda Dagsdóttir og Bjarni Mark hefur nú ákveðið að deila sínum uppáhalds uppskriftum í nýrri matreiðslubók sem parið skrifaði saman. 

„Bókin byrjaði smá þannig að ég hafði ekki mikið að gera fyrstu mánuðina eftir flutning þar sem að það var erfitt fyrir mig að fá vinnu. Ég byrjaði að pósta aðeins á Instagram og reyna að koma hugmyndunum mínum út. Svo um leið og ég fékk fulla vinnu og byrjaði í handboltanum þá einhvern veginn fór tíminn. Bókin er þess vegna búin að vera í vinnslu í rúmt ár, þar sem að við erum búin að vinna smá og smá í henni í einu til þess að gera hana ekki af fljótfærni,“ sagði Hulda í samtali við Mannlíf en Hulda sem spilar handbolta með liðinu Randesund meðan Bjarni, kærasti hennar, spilar knattspyrnu með liðinu IK Start ásamt því að læra íþróttasálfræði. Þau eru bæði afreksíþróttafólk en Bjarni hefur spilað þrjá leiki fyrir A-landslið karla og Hulda spilað marga landsleiki fyrir yngri landslið kvenna í handbolta.

„Ég hef alltaf haft gaman af því að elda, og hef klárlega fengið það frá pabba þar sem hann er besti kokkurinn. En á þeim tíma sem ég bjó í Danmörku vann ég sem kokkur ásamt því að vera í fullu námi og spila handbolta. Ég byrjaði sem uppvaskari, því það var eina starfið sem ég gat fengið á þeim tíma, og vann mig fljótt upp í kokkastarfið. Ég verð bara að segja að þetta var ótrúlega skemmtileg og fáránleg tilviljun að hafa getað þetta. Á Mair’s, þar sem ég vann, fékk ég ennþá meiri áhuga á mat og bakstri og var alltaf að leika mér eitthvað heima í eldhúsinu. Svo kynnist ég Bjarna og hann hafði þá, og ennþá, mikinn áhuga á bakstri, sem hann fékk frá mömmu sinni, sem hann lýsir sem ofurbakara,“ sagði Hulda en hún hefur aldrei lært neitt sem tengist matreiðslu og algjörlega sjálflærð.

En af hverju að skrifa bók sem leggur svona mikla áherslu á næringarfræði?

- Auglýsing -

„Í dag er mikið talað um „macros“ og íþróttafólk eða bara venjulegt fólk hefur meiri áhuga á matarræði og næringarfærði en það gerði. Vinkonur mínar frá PS. Árangri eru einmitt með næringarþjálfun, sem ég hef einmitt verið í, og mæli mikið með, og þar á maður að telja „macros“ yfir daginn, ss fituna, kolvetnin og prótín og fleira sem maður borðar og þá hefði ég haft fullkomið not fyrir svona bók. En við viljum auðvitað koma á framfæri að bókin hentar öllum, og fyrst og fremst er markmiðið að koma með hugmyndir af hollari valkostum þegar kemur að bakstri og eldamennsku. En fyrir þá sem að hafa áhuga og kannski það sem skilur hana að frá öðrum matreiðslubókum, er að bókin inniheldur uppskriftir sem henta vel fyrir fólk sem telur „macros“ eða vill vita nákvæmlega hvað það setur ofan í sig. Uppskriftirnar innihalda öll næringargildi og kaloríur í hverjum skammti, þannig að fólk getur auðveldlega lesið yfir það og séð hvað hentar að hverju sinni.“

En hver er uppáhalds uppskrift Hulda í bókinni?

„Úff, það er erfitt að velja eina uppskrift. Uppáhalds matrétturinn hans Bjarna úr bókinni er „Buffalo kjúklinga tenders og franskar“ og baksturinn er klárlega „sætkartöflu brownie“. Við eldum þessa rétti mjög mikið og eru þeir orðnir að daglegu lífi. Ég elska fiskréttinn, hann er kannski ekki sá girnilegasti en hann er „my go to“, og líka „creamy kjúklinga pastarétturinn“. Ég verð bara að segja tvo. Bakstur, er það klárlega Banana karamellukakan, Bjarni fær bara að baka hana, hún er sturluð miðað við hvað hún er „holl“.“

- Auglýsing -

„Við byrjuðum frekar rólega í fyrra að prófa mismunandi uppskriftir og sjá hvað okkur fannst gott. Við hjálpuðumst mjög mikið að í eldhúsinu en ég sá að mestu leiti um uppsetningu, ljósmyndun og almennt að hlutirnir litu vel út. Bjarni kom meira að bakstrinum og ég meira að eldamennskunni, en alltaf vorum við samferða. Í byrjun, vorum við með mjög margar uppskriftir og þurftum við því að velja og hafna til að sía út þær bestu og fullkomna þær. Stundum þurftum við að elda sömu uppskrift tvisvar til þrisvar til að ná henni eins og við vildum hafa hana. Þess vegna hefur þetta tekið svona langan tíma, settum okkur bara markmið að taka eina máltíð og einn bakstur í hverri viku þangað til að við kláruðum listann. Svo tók við að setja upp bókina, sem tók ekkert styttri tíma. Erum búin að vera vinna í að setja hana upp í hálft ár, „on og off“, enda nóg annað að gera.“

Hægt er að nálgast bókina í gegnum instagram-síður Bjarna og Huldu. Þá er Hulda einnig byrjuð að blogga en hægt er að nálgast bloggið hennar hér

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -