- Auglýsing -
Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason er kominn með leiða á frösum þeim er honum þykja einkenna kosningabaráttuna um Bessastaði þetta vorið.
Nefnir þreytta frasa: „Þjóðin á að geta hallað sér að forsetanum þegar á móti blæs.“ „Forsetinn á að hjálpa tækifærum Íslands að vaxa.“ „Forsetinn á að horfa yfir öxlina á þinginu.“
Bætir svo við:
„Sýnishorn af selvfölgeligheder sem frambjóðendur flíka þessa dagana. Það er ábyggilega hægt að nota gervigreind til að framleiða svona frasa.“
Endar á þessum orðum:
- Auglýsing -
„Ég held mig langi í smá visku – ekki bara frasa og metorðagirnd. Þarf ekki að vera óyfirstíganlegt.“