Föstudagur 6. september, 2024
10.5 C
Reykjavik

Akureyrska rokkhljómsveitin Miomantis gefur út nýja plötu: „Textarnir fjalla um allskyns tjón“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Föstudaginn 26. júlí gefur hljómsveitin Miomantis út plötuna TJÓN.

Í tilefni þess að rokkhljómsveitin Miomantis er að gefa út plötuna Tjón næstkomandi föstudag, heyrði Mannlíf í hljómsveitarmeðlimum bandsins en hljómsveitina skipa þeir Davíð sem bæði syngur og spilar á gítar í bandinu, Daníel, gítarleikari, Tumi, á bassa og Bjarmi sem er á trommum.

Hvaða hljómsveit er Miomantis?

Davíð: „Miomantis var stofnuð árið 2019 og byrjaði sem verkefni Davíðs í tónlistarskóla Akureyrar, en þá fékk hann Tuma með sér í lið og gáfu þeir út fyrstu EP plötuna sem er einnig titluð Miomantis, árið 2020, ásamt EP plötunni BLEAK. Seinna meir fékk hljómsveitin fyrsta gigg sitt árið 2021 á hátíðinni Mannfólkið breytist í slím, grasrótar tónlistarhátíð sem haldin er ár hvert síðan 2018 á Akureyri. Miomantis spilaðir þá með örlitlu öðruvísi hljómsveitarskipan og öðrum meðlimum. Síðar meir gengur Bjarmi til liðs við hljómsveitina og gerir með þeim þriðju EP plötuna árið 2022 en hún heitir The Mantis. Ásamt þessu byrjaði Miomantis ásamt fleirum Akureyrskum hljómsveitum (Dream The Name, Ari Orrason) unnið hörðum höndum við að koma grasrótinni á Akureyri lengra með reglulegum tónleikum (Norðanrokk, Norðanrokk II og Grasrót 2024) í kring um 2022. Snemma árið 2023 tók Miomantis þá skipan og svip sem það gerir í dag, þegar Daníel gekk til liðs við hljómsveitina og þar þá næsta plata saman: TJÓN.“

Svona lítur platan út.

Hvers konar plata er TJÓN?

- Auglýsing -

„TJÓN var unnin jafn mikið af öllum meðlimum hljómsveitarinnar þar sem að öll lög sem voru samin, tóku sinn svip í gegnum það að æfa og þétta og breyta lögunum á æfingarsvæði hljómsveitarinnar. Á plötunni má heyra öðruvísi stíl. Og þar sem Miomantis setur sig ekki í einhverja ákveðna tónlistar stefnu má heyra þá fara milli víða veggi rokksins; þar má nefna framsækinn málm, þunga rokk, grugg, pönk, draumkennt rokk og svo má fleira nefna. Lögin eru 12 samtals og platan hefur lausan söguþráð þar sem titillin TJÓN kemur frá því að textarnir fjalla um allskyns tjón. Þar má til dæmis nefna eiturlyfja neyslu, þunglyndi, ástarsambönd, stríðsátök og margt fleira.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -