Mánudagur 13. janúar, 2025
2.2 C
Reykjavik

Al Pacino á von á sínu fjórða barni: „Þetta er týndi hlekkurinn, ef svo má að orði komast“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hollywood-goðsögnin Al Pacion, á von á sínu fjórða barni, 83 ára að aldri. Um er að ræða fyrsta barn kærustu hans, hinnar 29 ára Noor Alfallah. Er hún komin átta mánuði á leið.

Scarface-leikarinn byrjaði með Alfallah, sem er kvikmyndaframleiðandi, í fyrra en áður hafði hún átt í ástarsambandi við Mick Jagger fyrir nokkrum árum en það entist í ár. Þá sást hún með hinum aldraða leikara og leikstjóra Clint Eastwood árið 2019 en hún neitaði að eitthvað væri á milli þeirra annað en vinskapur. Kemur þetta fram í frétt E News!.

Fyrir á Pacino þrjú börn, það elsta á hann með Jan Tarrant en hún heitir Julie Pacion og er 33 ára. Þá á hann tvíburana Anton og Olivia Pacino, 22 ára, með Beverly D´Angelo.

Godfather-leikarinn hefur haldið nánu sambandi við börn sín í gegnum tíðina en hann hefur sagst vilja vera öðruvísi en faðir hans, sem stakk af þegar Pacino var aðeins tveggja ára gamall.

„Þetta er týndi hlekkurinn, ef svo má að orði komast“, sagði hann í viðtali við The New Yorker árið 2014. „Að eiga börn hjálpar helling. Ég vissi það meðvitað að ég vildi ekki vera eins og pabbi minn. Ég vildi vera til staðar. Ég á þrjú börn. Ég ber ábyrgð á þeim. Ég er partur af þeirra lífi.“

„Þannig að þetta er hluti af skynheildinni,“ bætti hann við. „Og ég fæ helling út úr því. Þetta fjarlægir sjálfið frá þér. Þegar ég geri kvikmynd og kem aftur, þá er ég í sjokki fyrstu tuttugu mínúturnar. Þetta fólk er að biðja mig um að gera hluti fyrir það? Ha? Er ekki verið að bíða eftir mér? Bíddu nú við. Ah, ha, þetta snýst um þau! Sú aðgerð fullnægir. Mér líkar það.“

- Auglýsing -

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -