Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Alma í Nylon: „Var of mikið að spá í að þóknast öðrum frekar en að gera það sem ég var ánægð með“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Alma Guðmundsdóttir, tónlistarkona og lagahöfundur, á afmæli í dag, og er hún 37 ára.

Alma gekk til liðs við stúlknabandið Nylon árið 2004, eftir að Einar Bárðason, stundum kallaður umboðsmaður Íslands, hélt áheyrnarprufur.

Hljómsveitin sló rækilega í gegn, og gaf út þrjár plötur á ferlinum, auk safnplötu.

Nylon náði eyrum Breta árið 2006, en lögin Loosing a Friend og Sweet Dreams (sem var ábreiða á lagi Eurythmics) komust á vinsældarlista þar úti.

Nylon lagði upp laupana árið 2008 þegar Emilía Óskarsdóttir hætti í bandinu en árið 2011 snéru þær þrjár sem eftir voru aftur á sviðið undir nýju nafni, Charlie´s.

Stefnt var á plötuútgáfu erlendis, en ekkert varð þó af þeim plönum og hætti Charlie´s árið 2015.

- Auglýsing -
Nylon á góðum degi
Mynd: pjatt.is

Alma Goodman eins og hún kallar sig núna, hefur þó ekki setið auðum höndum, en hún býr nú í Los Angeles þar sem hún vinnur sem lagahöfundur.

Lög eftir hana hafa ratað inn á sjónvarpsþætti og kvikmyndir ytra svo það er óhætt að segja að henni vegni afar vel.

Í viðtali við Vísi árið 2019 talaði Alma um áreitið sem fylgdi því að vera í Nylon.

- Auglýsing -

„Maður tók þetta svo inn á sig og fannst þetta vera svo persónulegt. En það myndaði bara þykkan skráp og varð til þess að maður hugsaði að þetta skipti bara engu máli. Ef ég er ánægð með það sem ég er að gera skiptir bara engu máli hvað öðrum finnst. Það tók langan tíma að komast þangað, en ég hafði rosalega gott að því – af því að ég var alltof mikið að spá í að þóknast öðrum frekar en að gera bara það sem ég var ánægð með.“

Mannlíf óskar Ölmu innilega til hamingju með afmælið!

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -