Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.6 C
Reykjavik

Amber um dóminn: „Ég er miður mín yfir því að fjöll sönnunargagna hafi ekki dugað til“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Vonbrigðin sem ég finn fyrir í dag eru orðum yfirsterkari,“ segir Amber Heard í færslu sem hún birti á Twitter í gær.

Í færslunni vísar hún til nýuppkveðins dóms í máli fyrrum eiginmanns hennar, Johnnys Depp, gegn henni. Úrskurður var kveðinn upp í gær og voru báðir aðilar fundnir sekir um ærumeiðingar, hún þó í meiri mæli en hann. Henni var gert að greiða Depp 15 milljónir bandaríkjadollara á meðan hann á að greiða henni 2 milljónir dollara í bætur. Með þessu tók kviðdómur undir sjónarmið Depp um að í grein sem Heard skrifaði í Washington Post árið 2018, hefðu falist meiðyrði í hans garð. Depp fór fram á 50 milljónir í bætur. Í gagnsök krafðist Heard 100 milljóna í bætur vegna ummæla í hennar garð. Kviðdómur féllst á að í orðum fyrrum lögmanns Depp hefðu falist ærumeiðandi ummæli í hennar garð.

Segir dóminn bakslag fyrir konur

„Ég er miður mín yfir því að fjöll sönnunargagna hafi ekki dugað til gegn óhóflegum völdum, áhrifum og stjórn fyrrum eiginmanns míns,“ segir Amber Heard í færslunni.

„Ég er jafnvel enn vonsviknari yfir því hvað þessi dómur þýðir fyrir aðrar konur. Hann er bakslag. Dómurinn færir okkur aftur til þess tíma þegar konur sem tjáðu sig og töluðu opinskátt urðu fyrir þöggun og voru niðurlægðar opinberlega. Hann brýtur á bak aftur þá viðurkenningu að ofbeldi gegn konum beri að taka alvarlega.

Ég tel að lögmönnum Johnnys hafi tekist að fá kviðdóminn til að horfa framhjá lykilatriðum varðandi tjáningarfrelsi og að hunsa sönnunargögn sem þóttu svo óyggjandi að við unnum málið í Bretlandi.“

- Auglýsing -

Færsluna endar Heard á eftirfarandi orðum:

„Ég er döpur yfir því að hafa tapað málinu. En ég er ennþá daprari yfir því að hafa misst rétt sem ég taldi mig hafa sem Bandaríkjamann – að tala frjálst og opinskátt.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -