Í nýlegu viðtali við Wall Street Journal greindi verðlaunaleikkonan Angelina Jolie frá því að álag og streita sem hún gekk í gegnum vegna skilnaðar hennar við Brad Pitt hafi lamað andlit hennar. Var sú lömun greind sem Bell’s palsy en það er taugasjúkdómur sem ræðst á andlitið á lamar hluta þess tímabundið. „Líkaminn minn ræður illa við mikla streitu. Blóðsykur minn fer upp og niður. Svo fékk ég skyndilega andlitslömun sex mánuðum fyrir skilnaðinn,“ sagði Jolie í viðtalinu en nú eru liðin sjö ár síðan hún og Brad Pitt skildu og á þeim tíma hefur hún unnið minna til að sinna fjölskyldu sinni. „Í dag myndi ég ekki gerast leikkona. Kannski á sviði en ekki í Hollywood. Þegar ég var að byrja var líf leikara ekki svona opinbert og ekki gerð svona mikil krafa um að deila öllu með öllum,“ sagði leikkonan en hún vill eyða meira tíma á heimili sínu í Kambódíu. Jolie hefur undanfarna þrjá áratugi verið ein vinsælasta leikkona heimsins og hefur hún leikið í myndum á borð við Mr. & Mrs. Smith, Lara Croft: Tomb Raider, Maleficent, Hackers, Girl, Interrupted og Kung Fu Panda-myndunum. Mbl.is greindi fyrst frá þessu á Íslandi.